Rafmagnshjól View all
Enduro & Trail View all
Gravel & XC View all
Algengar spurningar um Pivot hjólin
Pivot Cycles er bandarískt fjallahjólafyrirtæki stofnað árið 2007 með aðalhöfuðstöðvar í Tempe í Arizona þar sem hönnun, rannsóknir og þróun (R&D), gæðastýring og lokasamsetning fer fram. Carbonstell fyrirtækisins eru þó framleidd í Asíu (aðallega í Taívan) og síðan flutt til Arizona til lokafrágangs.
Pivot Cycles er þekkt fyrir einstaka gæðastýringu og strangra framleiðsluferla sem tryggja frammúrskarandi gæði og frammistöðu. Hvert stell fer í gegnum ítarlegar skoðanir, þar á meðal laserjöfnun og tugi gæðaprófana. Fjöðrunarkerfið sem Pivot notar heitir DW-Link og er eitt það besta á markaðnum og sameinar ótrúlega skilvirkni og grip í klifri en mjúka og stöðuga leið niður hraðar og grófar brekkur. Þetta gerir hjólin einstaklega fjölhæf og hentug fyrir fjölbreytt landslag. Hjólin eru þekkt fyrir nákvæma stýringu, stífleika og hljóðeinangrun í stelli sem veitir þér endalaust sjálfstraust þegar þú þarft á því að halda. Pivot leggur mikla áherslu á nýsköpun í carboni og notar sérhannaðar mótunaraðferðir til að skapa léttari en sterk stell. Öll carbonstell fara í ítarlegar álags- og endingarprófanir. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á smáatriði, eins og “In-frame cable routing” til að minnka hávaða. Stillanleg geometrýa gerir hjólin auðveld í aðlögun fyrir mismunandi smekk og hjólastíl. Hönnun hjólanna miðar að jafnvægi milli langra daga á hnakknum og tækla krefjandi niðurleiðir. Þessi samsetning gerir Pivot að framúrskarandi vali í heimi fjallahjóla.