Pivot Shuttle LT 2025 er nýjasta rafhjólið frá Pivot Cycles. Fyrri kynslóð af Shuttle LT heillaði alla upp úr skónnum og núna er það ennþá betra. Nú kemur hjólið með Bosch limited edition race mótor og 750Wh batterý í öllum útfærslum! Bosch Race mótorinn er öflugasti og léttasti mótorinn í boði frá Bosch. Nýja Shuttle LT kemur nú í mullet sem þýðir 27,5" afturdekk og 29" framdekk. Hjólið er með 170mm fjöðrun að framan og 160mm fjöðrun að aftan.
Hvaða stærð ætti ég að velja? Til að tryggja bestu stærðina fyrir þig mælum við með að koma í verslunina okkar og máta hjól, fá tilfinningu fyrir stærð og ráðleggingar. En hér fyrir neðan er að finna grófa stærðatöflu, þessi stærðatafla er gerð útfrá reynslu Pivot íþróttamanna og viðskiptavina.
Small: 157 - 173cm
Medium: 170 - 183cm
Large: 178 - 188cm
X-Large: 185cm +