NUKEPROOF MEGAWATT CARBON

HÉR GETUR ÞÚ KYNNT ÞÉR ALLT UM NÝJA RAFMAGNS FLAGGSKIPIÐ FRÁ NUKEPROOF.

Nukeproof Megawatt Carbon
Nukeproof kynnir með miklu stolti glænýtt Megawatt Carbon rafhjól í samvinnu við SRAM.

Nýjasta útgáfan af nú þegar margverðlaunuðu Nukeproof raffjallahjóli, hannað og þróað með nýja SRAM Eagle Powertrain kerfinu. Þetta er hjól sem Nukeproof gæti ekki verið stoltara af og segja þetta besta hjól sem þeir hafa komið með á markaðinn frá upphafi! (sem er auðvelt að trúa miðavið tæknina og allar umsagnir um hjólið). Sameinað með því nýjasta og besta í rafhjólatækni í dag, pakkað inn í gullfallegt carbon fiber stell, tilbúið á hvaða slóða sem er!

NUKPROOF x SRAM:

SRAM Eagle Powertrain er nýtt og byltingarkennt kerfi sem tekur raffjallahjóla-upplifun á nýtt level! Ef þú hefur ekki heyrt um það áður, mælum við með að þú gefir þér nokkrar mínútur og horfir á þetta myndband um SRAM Eagle Powertrain: https://www.youtube.com/watch?v=WctGkCrXf0I

SRAM Eagle Powertrain er ekki bara nýr rafhjólamótor heldur er það kerfi með háþróaðar gírskiptingar og tengingar á milli þráðlausra SRAM AXS íhluta ,(gírar og dropper post/hnakkpípa) SRAM Eagle mótors og nýs SRAM hugbúnaðar.

Nukeproof fékk þann heiður að fá sæti í fremstu röð í þróun SRAM Eagle Powertrain kerfisins sem gefur þeim tækifæri til að búa til það allra besta til að hýsa þetta magnaða kerfi í Nukeproof hjóli.

Byrjunarreiturinn í þessu verkefni er margverðlaunaða ál Nukeproof Megawatt geometrýan, hreyfi og fjöðrunarkerfið.

Nýja Megawatt Carbon hjólið hefur verið betrumbætt í öllum smáatriðum í hönnun og tekur frammistöðu hjólsins  á næsta level!

ÞAR SEM ÆVINTÝRIÐ BYRJAÐI

Samstarf Nukeproof og SRAM hefur staðið yfir í mörg ár og hefur verið mikilvægur samstarfsaðili Nukeproof Enduro og Downhill keppnisliðanna. 

Það var mikill heiður fyrir Nukeproof þegar SRAM þróunarteymið hafði samband við Nukeproof eftir að vera kominn með fyrstu prufu af kerfinu. Frá þeim degi stóð samstarfið stanslaust í meira en tvö ár.

Nukeproof hönnunar- og verkfræðiteymið var ekki lengi að bregðast við og komu með Carbon prótótýpu rafhjól til að styðja við þennann gríðarlega spennandi SRAM Eagle Powertrain kerfi. Á aðeins sex vikum var var Nukeproof með tilbúna hýsingu fyrir mótorinn til að útvega SRAM heimili fyrir kerfið í Nukeproof hjóli.

Nokkru seinnna og mörgum endalausum betrumbætingum síðar var ál útgáfa af hjólinu tilbúin sem prufuhjól í þúsundir klukkustunda og prófað stanslaust af verkfræðingum og meðal bestu fjallahjólurum í heimi á vegum SRAM og Nukeporof. 

Kerfið sannaði sig vel í gegnum 2022 E-Enduro World Series með hjólurum í Nukeproof-SRAM Factory Racing liðinu og Blackbox prufu hjólaranum Yannik Pontal frá SRAM. Yannick vann heimsmeistaramótið í heild sinni með SRAM Eagle Powertrain. Nukeproof ál prufuhjólið tók sigur á 2022 EWS E-100 í Tweed Valley, með engum öðrum en Nukeproof Michael Cowan.

Eftir strangt ferli af prufum á ál prufuhjólinu, nýsköpun og aðlögun voru fyrstu Megawatt Carbon prototýpurnar komnar.

Næstum þremur árum eftir fyrstu umræðuna um Megawatt Carbon.

Frá upphafi var ljóst fyrir Nukeproof verkfræðiteymið þyrfti að búa til lokaútgáfu í nánu samstarfi við SRAM og uppfylla helstu hönnunarreglur þeirra.

Einn af þessum eiginleikum var að geta fjarlægt rafhlöðuna. Til að leyfa þetta er SRAM mótornum vafið um sveifarásleguna(bottom bracket) samsíða downtube-inu og eru helstu kostirnirnir nokkrir.

Þetta gerir pláss til að þæginlega fjarlægja 720Wh rafhlöðuna til að hlaða, skipta  um hana eða einfaldlega gera það auðveldara að hlaða hjólinu í/á bílinn. Svo síðast en gerir þetta kleift að festa rafhlöðuna neðar í downtube-ið sem lækkar þyngdarpunktinn, bætir gæði og meðhöndlunar eiginleika hjólsins til muna!

 

Verkfræðingar nýttu þetta tækifæri líka til að búa til auka pláss fyrir geymsluhólf inni í rafhlöðulokinu. Rafhlöðulokið er með tveimur festingum sem hægt er að setja á búnað til að geyma mikilvægan búnað og verkfæri.

SRAM POWERTRAIN PARTÝTRIX

Við skulum ávarpa fílinn í herberginu, já SRAM Eagle Powertrain notar nú þegar sannaðan mótor. En þetta er ekki bara tekið úr hillunni og skellt í, Brose mótorinn hefur farið í gegnum SRAM verkfræðistofuna og þróaður til að virka með AXS vistkerfinu og uppfylla staðla SRAM. (hjólaframleiðendur eins og Specialized hafa stuðst við Brose mótorinn lengi.)

Mótorinn sjálfur er aðeins einn hluti af Eagle Powertrain. Hugbúnaðurinn gerir það að verkum að allt talar saman í gegnum AXS Bridge skjáinn á hjólinu. Eins og til dæmis SRAM Eagle Transmission gírskiptibúnaðurinn gerir þér kleift að skipta fullkomlega um gíra undir fullu álagi án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af leiðinlegum hljóðum, keðju og tannhjólum. Með þessu að er hægt að gera magnaða hluti sem við útskýrum hér fyrir neðan!

Sjálfskipting: Eagle Powertrain getur skipt mjúklega og skilvirkt sjálfkrafa. Þetta er gert og reiknað útfrá mörgum þáttum. Sveifskynjara, inntakskrafti, "cadance", 6 segulskynjarar og nokkrum leynitrixum. Sjálfskiptinginn tryggir að hjólarinn sé í réttum gír fyrir hámarks skilvirkni og lágmarks álag á drifbúnaðinn (eykur líftíma keðju og tannhjóla til muna). Þetta er svona eiginleiki sem þú vissir ekki að þú vildir fyrr en þú hefur prófað. Sá sem stýrir hjólinu hefur líka alltaf tækifæri til að taka stjórn yfir kerfinu eða slökkva á því ef þess er óskað. Hjólari getur einnig stillt næmnina í sjálfskiptingunni í gegnum AXS Pods til að fá gírskiptingar sem þér sérstaklega.

Coast-Shift: (ég veit ekki hvað rétta orðið yfir það er en ég skal útskýra)

Coast-Shift gerir þér kleift að skipta um gír án þess að snúa sveifinni eða pedala. Nú getur þú skipt um gír á stöðum þar sem þú getur ekki snúið sveifunum eða pedalað. Hugsaðu þér að þú kemur inn í grófan kafla, stór grjót, rætur, þúfur og vesen, erfitt að pedala en þú getur látið þig renna í gegn, skipt um gír og verið svo kominn í réttann gír fyrir það sem er frammundann.

Fallegt og hljóðlátt: Með því að nota þráðlausa AXS búnaðinn færðu snyrtilegasta og hljóðlátasta "cockpit" sem völ er á.  Með tveimur AXS stjórntökkum þar sem þú getur stjórnað skiptingu, dropper-póst, walk-mode, virkja og slökkva á sjálfskiptingu og stilla næmni hennar.  AXS Brige Display (skjárinn) á topprörinu(top tube) gefur hjólaranum allar þær upplýsingar sem hann þarf til að einbeita sér að slóðanum framundan.

Range eða Rally: Til að halda áfram með einfaldleikan að leiðarljósi þá býður SRAM Powertrain upp á tvær mótoraflstillingar sem hægt er að stilla á ferðinni. Range(drægni) fyrir þá sem vilja ná hámarks endingu úr rafhlöðunni. Hin stillinginn er RALLY, þar er allt í botn og skilar 680w hámarksafli sem leyfir þér ráðast á hvað sem er framundan. Og til þess að fínstilla þetta alveg þá notari SRAM AXS appið og setur inn þína persónulegu stillingu fyrir mótorinn. 

En við getum talað endalaust um hvað þetta er frábært og magnað, nú er bara að prófa þetta og dæma þetta útfrá eigin upplifun!


 

Fjöðrunarkerfi sem hefur unnið til verðlauna:

Nýja Megawatt Carbon föðrunar-platforminn er framhald af margsannaðari hönnun sem raðar inn sætum á verðlaunapöllum um allann heim. Nukeproof hefur aukið byrjunarhraðann lítillega til að hjálpa til við mýkt við upphaf til miðju slaglengdar. Fjöðrunin er orðin örlítið progresívari frá miðju til enda slaglengdar sem eykur stuðning og til að gera fjöðrunina líflegri og "poppy" þegar þú vilt.

Anti squat % hefur aukist úr 92% í 102% (við sag) í klifurgírunum, þetta gerir hjólinu kleift að halda sér betur í uppréttri stöðu upp brattar og tæknlegar brekkur í klifri.

Frágengni með raunverulegan tilgang:
 Megawatt Carbon verið hannað og þróað fyrir þægindi hjólarans og hámarks frammistöðu.

Eins og áður hefur komið fram er hægt að fjarlægja 720wh rafhlöðuna með því að nota einfalt boltakerfi sem þarf aðeins 5 mm sexkannt.

Stellið sjálft er með AXS Bridge Display(skáinn) innbygðan í top tube-inu og situr slétt í með snyrtilegum frágang. Að auki passa 550ml vatnsbrúsar í allar stærðir af hjólinu! Einnig er möguleiki að festa strappa-festingu á top tube-ið til viðbótar við geymsluhólfið inni í batterýlokinu. Nukeproof passaði einnig upp á að hægt er að setja stærstu stærðir í dropper post sætum í stellið.

Að lokum, til að halda hjólinu í góðu standi útlitslega um ókominn ár, þá er vönduð varnarfilma á öllu hjólinu frá verksmiðju ásamt gúmmívörn á mikilvægum svæðum.

Specification / Búnaður

Hjólið er fáanlegt í tveimur mjög flottum útgáfum og deila báðar eftirfarandi búnaði:

  • SRAM Eagle Powertain featuring AXS Bridge display
  • Autoshift, Cadence adjustment and Coastshift
  • Rockshox Reverb AXS
  • AXS pods programmable to accomodate shifting, dropper post control, Power mode and Cadence adjustment
  • SRAM E-Bike Battery Charger
  • Continental Kryptotal (Front: Super soft. Rear: Soft)
  • Sam Hill signature grips
  • Nukeproof Horizon 45mm stem
  • AXS charger
  • Nukeproof Carbon Bottle cage
  • Nukeproof Horizon saddle
  • Nukeproof accessory mount and strap

Pro útgafan:

RS Útgáfan:

Skoðaðu hjólin en nánar hér: https://kuldi.net/collections/nukeproof-megawatt-carbon

Hér er hægt að sjá hvað aðrir hafa segja um hjólið og mótorinn:

Bikeradar: https://www.bikeradar.com/reviews/components/electric-bike-motors/sram-eagle-powertrain-review/

The Loam Wolf: https://www.youtube.com/watch?v=rOLZ4Yc-G-Q

Ebikes.org: https://www.youtube.com/watch?v=sezXvAOyFGY

Pinkbike: https://www.pinkbike.com/news/first-ride-nukeproof-megawatt-carbon-with-sram-powertrain.html

E-Mountainbike: https://ebike-mtb.com/en/nukeproof-megawatt-carbon-rs-2024-review/